top of page
Image by Frank Chomiuk

Anaga skaginn

Gönguferð á hinum ótrúlega fallega Anaga skaga.

Anaga skaginn

 • Dagsetning: Alla fimmtudaga

 • ​Tími: 09:00 - 16:30

 • Vegalengd: 7 km

 • Göngutími: 3 kls.

 • Heildar tími ferðar:  7.5 kls

 • Hækkun: 290m

 • Lækkun: 290m

 • Erfiðleikastig 2.5:   Miðlungs erfið ferð, hentar fólki sem er í þokkalegu formi og hefur einhverja reynslu af göngu.

 • lágmarks Fjöldi: 4 manns (upplýsingar)

 • Verð: 

  • Fullorðnir:  80€

  • Börn 6-12 ára: 40€)

Muna! Að taka með nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn, nesti og skóm með góðu gripi.

Innifalið:

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

Anaga skaginn

7.5 kls - 75€

Ganga

Íslenskur Fararstjóri

Keyrsla
200km

Göngutími
3 kls

Hækkun
300m

Ganga
7 km

Erfiðleikastig
2.5 

Lýsing á ferð:

Anaga skaginn ótrúlega fallegur og mjög ólíkur umhverfinu á suður hluta eyjarinnar, mikið meiri gróður og þykkur skógur, sannkölluð veisla fyrir göngufólk. Við erum mjög spenntir að sýna ykkur þessa perlu. 

Eftir að við erum búin að sækja alla í hótelin leggjum við af staða og keyrum 100km leið í norðaustur (90 mín). Rútan skilur okkur svo eftir á fallegum stað í skógi vöxnu umhverfi La Ensillada sem er hátt upp á Anaga skaganum í um 900m hæð yfir sjávarmáli, þaðan hefjum við gönguna. 

Gengið er 7km hring í mjög fallegu skógi vöxnu umhverfi með stórbrotnu útsýni á köflum, gangan er nokkuð þægileg en stígar geta verið hálir og nauðsynlegt að vera í góðum skóm.  Eftir um það bil klukkutíma göngu komum við á stað sem heitir Cabezo Del Tejo, þar ætlum við að fá okkur nesti og njóta stórbrotins útsýnis.  Síðan göngum við áleiðis í gengum fjölbreytta flóru skógarins á leið okkar að upphafstað.  Þar bíður rútan eftir okkur og ef þið eruð búin að vera stillt þá keyrir hún okkur á fallegt kaffihús þar sem við getum stoppað í smá hressingu (bjór) áður en við höldum heim á leið.  ​

Muna að taka með: nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn, nesti, klæðast viðeigandi skóm.  Við munum hringa daginn fyrir brottför og láta ykkur vita með veðurspá. Á þessu svæði má alveg búast við að það geti ringt og gæti þurft að hafa meðferðis vatnshelda yfirhöfn.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Upplýs

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að vera lágmarki fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði. 

Anaga skaginn

8 kls - 75€

bottom of page