El Teide ganga á Toppinn
Ganga á Toppinn á El Teide (3718m) þriðja hæsta eldfjall heims
með Svala og Audda
El Teide Fjallganga
(Tilraunaferð)
-
Dagsetning: 29.maí 2022
-
Tími: 07:00 - 18:00
-
Heildar tími ferðar: 10 klst.
-
Erfið ganga og aðeins fyrir 18 ára og eldri
-
Verð: 200€
Innifalið:
-
Íslenskur fararstjóri
-
Fararskjóti til og frá hóteli
-
Kjálfur niður
-
Göngu leyfi á toppinn
Taka með:
-
Hlý föt, gönguföt og góða skó
-
Nesti
-
Sólgleraugu með UV vörn
-
Nóg af vatni.
El Teide Fjallganga
10 klst. - 200€
Ganga frá upphafstað uppá Topp
Erfitt
8.31 km
1.188 m
5k 30mín
Lýsing á ferð:
Þetta er ferð sem okkur hefur lengi dreymt um að bjóða uppá og hefur verið lengi á teikiborðinu hjá okkur. Það er loksins komið að því að við ætlum að skella okkur í fyrstu ferðina "tilraunaferð". Til að byrja með ætlum við bara að setja þessa einu ferð á dagskrá og sjá hverning þið takið í hana.
Stórkostlega ganga upp á El Teide 3718 m. El Teide er 3 hæsta eldfjall jarðarinnar, hæsti punktur í Atlandshafinu og hæsta fjall Spánar. Þetta er því alvöru áskorun og tikk í boxið hjá öllum göngugörpum.
07:00 Sækjum ykkur á hótelið og höldum upp í El Teide þjóðgarðin.
08:30 - 09:00 Hittum fjallaleiðsögumann á bílastæði við Montaña Blanca þar sem gangan á toppinn hefst.
-
Toppnum á El Teide náð (3718m). NJÓTUM!
-
Tökum Kláfinn niður
17:00 Keyrum úr þjóðgarðinum
18:00 Komum á hótelið
Takmarkanir:
Börn yngri en 18 ára, barnshafandi konur og fólk með hjartavandamál ættu ekki að fara í þessa ferð vegna hættunnar sem mikil hæð hefur í för með sér fyrir heilsu þeirra.
Ekki er mælt með því að hreyfihamlaðir eða slasaðir fari í þessa ferð.
Fólk með heilsufarsvandamál ætti að ráðfæra sig við lækni áður en farið er í þessa göngu.
Í samræmi við gildandi reglur er einstaklingum með hvers kyns hreyfihömlun óheimilt að fara með kláfnum vegna hugsanlegrar áhættu ef rýma þarf ökutækið.
ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).