top of page
shutterstock_674361844.jpeg

Guaza

Gönguferð frá Los Cristianos yfir Guaza til Pal Mar

Guaza Ganga

 • Dagsetning: Alla Þriðjudaga​Tími: 09:30 - 14:30

 • Vegalengd: 8 km

 • Göngutími: 3,5 - 4 kls.

 • Heildar tími ferðar:  5 kls

 • Hækkun: +300m

 • Erfiðleikastig 2:   Hófleg ferð, nauðsynlegt að fólk sé sæmilega á sig komið líkamlega. Á köflum er farið um brattar hlíðar sem get kítlað lofthrædda.

 • Fjöld lágmark: 4 manns (upplýsingar)

 • Verð:

  • Fullorðnir: 55€

  • Börn 6-12 ára: 25€)

Muna! Að taka með nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm.

Innifalið:

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

Guaza ganga

5 kls - 55€

Ganga
Screenshot 2022-11-17 at 10.50.05.png

Lýsing á ferð:

Við sækjum ykkur á Hótelið þó að stutt leið sé að fara því gangan byrjar í enda Los Cristianos og förinni heitið á Guaza bæjarfjallið milli Los Cristianos og Palm Mar. 
Gengið er upp sjó megin þar sem útsýnið er magnað yfir svæðin allt um kring og á móti okkur tekur virkilega skemmtileg gönguleið yfir til Palm Mar þar sem við njótum náttúrunnar í mjög svo fjölbreyttu friðlýstu svæði þar sem m.a. verður á vegi okkar námur, hellar, gil og fjölbreyttur gróður. 
Þegar hinn fallegi og friðsæli bær Palm Mar birtist okkur þá fikrum við okkur niður hlíðina með viðkomu í helli áður en við löbbum strandlengjuna í Palm Mar í átt að Bahía Beach bar þar sem við ætlum að fá okkur ís kaldan drykk og njóta smá stund í mjög svo fallegu umhverfi. 
Við höldum förinni áfram og löbbum í gegnum bæinn áður en við fikrum okkur upp hæðina við bæjarmörkin þegar komið er inn í Palm Mar og þegar upp er komið þá blasir við okkur sléttan upp á Guaza þar sem við löbbum í gegnum svæði þar sem mikil ræktun var hér áður fyrr og eins gamlar vatnsrásir og klárum svo gönguna með því að labba þægilegan stíg niður af fjallinu og til Los Cristianos. 
Virkilega skemmtileg ganga í nær umhverfinu og hentar vel  fjölskyldum sem hafa gaman af því að labba saman og hafa gaman.

Muna að taka með Taka nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm!

 

INNIFALIÐ Íslenskur fararstjóri Fararskjóti til og frá hóteli

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði.  Hér fyrir neða getið þið séð bókunarstöðun í raun tíma á hverri ferð.  Athugið að hámarkið í þessa ferð er 8 svo til að sjá hvað það eru margir bókaðir, dragið 8 frá tölunni (spots availble). 

Athugið að velja alltaf Þriðjudaga til að sjá ferðina (Tue).

Upplýs

Dagskrá

Dec 11 - Dec 17

S

11

M

12

T

13

W

14

T

15

F

16

S

17

Guaza ganga

5 kls - 55€

​Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

bottom of page