top of page
explore-la-gomera-en-una-excursion-de-un-dia-desde-tenerife_regaloBIG835.jpeg

La Gomera

Ein af fallegustu eyjunum í kanaríeyjaklasanum með ríka sögu

La Gomera

  • Dagsetning: Kemur aftur á dagskrá í September.

  • ​Tími: 08:00 - 18:00

  • Heildar tími ferðar: 10 klst.

  • Verð:

    • Fullorðnir155€

    • 6-12 ára: 125€

    • 0-5 ára: 40€

Innifalið:

  • Hádegismatur

  • Íslenskur fararstjóri

  • Ferja (Fred Olsen)

  • ​Rúta á La Gomera

Athugið:

  • Hafið með Skilríki/Vegabréf

  • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

La Gomera

10 klst. - 155€

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fararstjóri

Drykkir

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Ferja

Lýsing á ferð:

Farið verður frá Los Cristianos höfninni á Tenerife og farið með ferjunni til San Sebastián de La Gomera, höfuðborgar eyjarinnar. Þar munum við fara með rútu að fyrsta stoppinu okkar: Hermigua-dalinn.
Við höldum svo ferðinni áfram, förum í gegnum La Palmita og komum að þorpinu Agulo. Þar gefst okkur tími til að snæða hádegisverð á hefðbundnum kanarískum veitingastað og ef við erum heppinn fáum við að sjá lifandi sýningu á „silbo gomero“ (Flautu-tungumálinu - Silbo).  Eftir hádegismat munum við fara upp í Garajonay þjóðgarðinn, lárviðar skógar paradís (regnskógur) og friðland sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar munum við stoppa við Laguna Grande og skoða okkur um, þar er sagt að fornar nornir eyjarinnar hafi komið saman til forna. 
Á bakaleiðinni munum við stoppa til að virða fyrir okkur hið glæsilega Roque de Agando, tilkomumikið og bratt eldfjallahraun. Að lokum munum við snúa aftur til San Sebastián, þar sem þú getur séð síðustu staðina sem Kristófer Kólumbus hafðist við fyrir brottför hans til Ameríku í ágúst 1492, eins og Torre del Conde eða Casa de Colón.

Nauðsynlegt er að hafa með sér vegabréf fyrir ferjuna.
Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 10 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

 

Fjöldi í ferð = 525€ 

Fjöldi í ferð 2-3  = 285€ per mann

Fjöldi í ferð 4-7 = 235€ per mann

Fjöldi í ferð 8-18  = 195€ per mann

Fjöldi í ferð +19  = 165€ per mann

Takk fyrir þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Einkaferð

La Gomera

bottom of page