top of page
shutterstock_240397318.jpeg

Týnda Þorpið Masca

Mögnuð skoðunarferð um þorpið sem týndist og tíminn gleymdi

Masca

Skoðunarferð um Týnda þorpið Masca

  • Dagsetning: Mánudaga

  • ​Tími: 09:00 - 14:00

  • Heildar tími ferðar: 5 klst.

  • Verð:

    • Fullorðnir80€

    • 6-12 ára: 60€

    • 0-5 ára: 1€

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

Týnda þorpið Masca

5 klst. - 80€

Screenshot 2020-01-23 at 14.11.36.png

Fararstjóri

Drykkur

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Lýsing á ferð:

Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um fimm klukkustundir. Lagt er af stað úr bænum um kl. 09:00 og haldið sem leið liggur í vesturátt meðfram ströndinni þar sem við virðum fyrir okkur bananaplantekrurnar og strandbæina.

 

Fyrsta stopp er á útsýnispalli í bænum Puerto Santiago þar sem flott útsýni er yfir Los Gigantes klettabeltið (Risana). Þaðan höldum við áfram upp í Teno fjallgarðinn og yfir til hins margrómaða þorps Masca (týnda þorpið), sem er að margra mati einn af fallegustu stöðum á eyjunni.

 

Við röltum um Masca þorpið og fáum ef til vill að smakka afurðir sem Fernando gamli ræktar í Masca. Þá er frjáls timi í Masca i góða klukkustund til að taka inn dásemdina sem þorpið hefur uppá að bjóða.

 

Fáum svo tapas og drykk i hádegismat áður en við höldum til baka.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 10 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.  Við munum hringja í ykkur daginn fyrir ferðina og láta ykkur vita.

Týnda þorpið Masca

5 kls - 80€

bottom of page