
Masca og bragð af eyjunni
Mögnuð skoðunarferð um þorpið sem týndist og tíminn gleymdi
Masca og bragð af eyjunni
-
Dagsetning: Miðvikudaga
-
Tími: 09:00 - 15:00
-
Heildar tími ferðar: 6 klst.
-
Verð:
-
Fullorðnir: 115€
-
6-12 ára: 90€
-
0-5 ára: 1€
-
Innifalið:
-
Veitingar
-
Heimsókn í ostaframleiðslu
-
Íslenskur fararstjóri
-
Fararskjóti til og frá hóteli
-
Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).
Masca og bragð af eyjunni
6 klst. - 115
Fararstjóri
Drykkur
Íslenska
Rúta
Hádegismatur
Lýsing á ferð:
Við keyrum norður eftir vesturströndinni, beygjum örlítið upp í fjöllin og heimsækjum geita- og kindabúgarð þar sem þau eru með um 420 dýr. Þar framleiða þau ýmislegt úr afurðunum sínum, en þekktust eru þau fyrir ostana sem hafa hlotið fjölda verðlauna — þar á meðal nokkur gullverðlaun á heimsvísu (meira að segja í Frakklandi!).
Við fáum að skyggnast aðeins á framleiðsluna, smakka sósur og nokkrar tegundir af einum af bestu ostum sem eyjan hefur upp á að bjóða. Við fáum einnig að heimsækja kindurnar og geiturnar — og ef heppnin er með okkur, sjáum við jafnvel kiðling fæðast á meðan við erum á staðnum. Það er líka skemmtilegt að sjá hversu ólíkar kindurnar eru íslenska stofninum okkar.
Vitið þið hvað þau gera við ullina af kindunum? 👀
Los Gigantes – Risarnir við ströndina 🌴⛰️
Við ökum í átt að ströndinni, í gegnum grænar bananaplantekrur og litla fallega bæi, þar til við komum að hinum tignarlegu Los Gigantes-klettum – „Risunum“ sem minna á Látrabjarg okkar Tenerife-búa. Þar njótum við stórbrotnu útsýnisins og með smá heppni sjáum við jafnvel yfir til La Gomera.
Þaðan höldum við áfram upp í Teno-fjallgarðinn, í gegnum fjallaþorpið Santiago del Teide og yfir til hins margrómaða þorps Masca – „týnda þorpsins“ – sem margir telja einn fallegasta stað eyjarinnar og þann næstfjölförnustasta.
Það er erfitt að lýsa þeirri stórbrotnu náttúrufegurð sem blasir við þegar ekið er yfir fjallshrygginn, í um 1.000 metra hæð. Við göngum um Masca-þorpið, fáum jafnvel að smakka heimaræktuð afurð Fernando bónda og fræðumst aðeins um plöntulífið – meðal annars um kaktuslúsina sem var verðmæt framleiðsla á eyjunni á 19. öld.
Að lokum röltum við yfir á veitingastað þar sem við njótum ljúffengra tapasrétta og drykkja í hádegismat áður en haldið er til baka.
ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).
Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 10 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði. Við munum hringja í ykkur daginn fyrir ferðina og láta ykkur vita.
