top of page
shutterstock_2619004541.jpg

Masca og bragð af eyjunni

Mögnuð skoðunarferð um þorpið sem týndist og tíminn gleymdi

Masca og bragð af eyjunni

  • Dagsetning: Miðvikudaga

  • ​Tími: 09:00 - 15:00

  • Heildar tími ferðar: 6 klst.

  • Verð:

    • Fullorðnir: 115€

    • 6-12 ára: 90€

    • 0-5 ára: 1€

Innifalið:

  • Veitingar

  • Heimsókn í ostaframleiðslu

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

Masca og bragð af eyjunni

6 klst. - 115

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fararstjóri

Drykkur

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Lýsing á ferð:

Við keyrum norður eftir vesturströndinni, beygjum örlítið upp í fjöllin og heimsækjum geita- og kindabúgarð þar sem þau eru með um 420 dýr. Þar framleiða þau ýmislegt úr afurðunum sínum, en þekktust eru þau fyrir ostana sem hafa hlotið fjölda verðlauna — þar á meðal nokkur gullverðlaun á heimsvísu (meira að segja í Frakklandi!).

Við fáum að skyggnast aðeins á framleiðsluna, smakka sósur og nokkrar tegundir af einum af bestu ostum sem eyjan hefur upp á að bjóða. Við fáum einnig að heimsækja kindurnar og geiturnar — og ef heppnin er með okkur, sjáum við jafnvel kiðling fæðast á meðan við erum á staðnum.  Það er líka skemmtilegt að sjá hversu ólíkar kindurnar eru íslenska stofninum okkar.
Vitið þið hvað þau gera við ullina af kindunum? 👀

Los Gigantes – Risarnir við ströndina 🌴⛰️

Við ökum í átt að ströndinni, í gegnum grænar bananaplantekrur og litla fallega bæi, þar til við komum að hinum tignarlegu Los Gigantes-klettum – „Risunum“ sem minna á Látrabjarg okkar Tenerife-búa. Þar njótum við stórbrotnu útsýnisins og með smá heppni sjáum við jafnvel yfir til La Gomera.

Þaðan höldum við áfram upp í Teno-fjallgarðinn, í gegnum fjallaþorpið Santiago del Teide og yfir til hins margrómaða þorps Masca – „týnda þorpsins“ – sem margir telja einn fallegasta stað eyjarinnar og þann næstfjölförnustasta.

Það er erfitt að lýsa þeirri stórbrotnu náttúrufegurð sem blasir við þegar ekið er yfir fjallshrygginn, í um 1.000 metra hæð. Við göngum um Masca-þorpið, fáum jafnvel að smakka heimaræktuð afurð Fernando bónda og fræðumst aðeins um plöntulífið – meðal annars um kaktuslúsina sem var verðmæt framleiðsla á eyjunni á 19. öld.

Að lokum röltum við yfir á veitingastað þar sem við njótum ljúffengra tapasrétta og drykkja í hádegismat áður en haldið er til baka.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 10 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.  Við munum hringja í ykkur daginn fyrir ferðina og láta ykkur vita.

Einkaferð

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að eigin óskum.

Verðskrá 

Startgjald 550€(Bíll/Rúta og gæd) + verð ferðarinnar á mann

Dæmi um verðið á einkaferðum

 

Fjöldi í ferð 1 - 550€ + 115€ 

Fjöldi í ferð 2 - 550€ + 230€ 

Fjöldi í ferð 3 - 550€ + 345€

Takk fyrir, þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Masca og bragð af eyjunni

6 kls - 115€

bottom of page