top of page

SANTIAGO DEL TEIDE TIL MASCA

shutterstock_600784079.jpg

Norðrið

Hringferð – frá vesturströnd til norðurs og niður í Orotava-dalinn 🌴🍷

Norðrið 

  • Dagsetning: Þriðjudagar

  • ​Tími: 09:00 - 18:00

  • Heildar tími ferðar: 9 kls

  • Verð:

    • Fullorðnir: 110€

    • 6-12 ára 75€

    • 0-5 ára frítt

Innifalið:

  • Veitingar

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

  • Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farin)

Norðrið

9 klst - 110€

Skrá á biðlista

Fararstjóri

Drykkir

​Íslenska

Rúta

Matur

Malvasia safn

Hringferð – frá vesturströnd til norðurs og niður í Orotava-dalinn 🌴🍷

Við keyrum norður eftir vesturströndinni í átt að Teno-fjallgarðinum og förum í gegnum hið fallega fjallaþorp Santiago del Teide, áður en við höldum yfir til norðurstrandarinnar. Þar stoppum við á kaffihúsi og útsýnisstað með glæsilegu útsýni niður til Garachico, sem var einn helsti bær eyjarinnar á 16. og 17. öld.

Því næst liggur leiðin niður hlíðarnar til bæjarins Icod de los Vinos, þar sem við skoðum meðal annars hið forna drekatré, talið vera um 1.000 ára gamalt – elsta sinnar tegundar í heiminum. Bærinn er einnig þekktur fyrir vínframleiðslu, og við stoppum á skemmtilegum stað í húsi frá 17. öld, sem nú hýsir lítið „safn“ með fallegum garði. Þar fáum við að smakka nokkur af bestu vínum eyjarinnar, ásamt ljúffengum ostum og sósum.

Við höldum svo áfram eftir norðurströndinni í átt að Orotava-dalnum – oft kallaður „gullni dalurinn“. Þar stoppum við í bænum La Orotava, heimabæ fararstjórans okkar, Jónu Dísar. Við röltum um þennan sögulega bæ sem tók að byggjast upp snemma á 16. öld og varð miðstöð dúkasaums og hefðarbúninga á fyrri öldum. Dalurinn er einstaklega gróðursæll og þykir einn fallegasti staður Tenerife.

Að lokinni skoðunarferð snæðum við hádegisverð á hinum vinsæla veitingastað Bodega Álvaro, þar sem við njótum hefðbundins kanarísks matar og húsvíns framleidds á staðnum. Staðurinn er einstakur – með yfir 40 þúsund rauðvínsflöskur sem „skreyta“ veggina, sú elsta frá árinu 1845.

Eftir hádegisverð ekið við áfram niður í Puerto de la Cruz, neðst í Orotava-dalnum. Bærinn var helsti ferðamannastaður Tenerife áður en suðurhlutinn opnaðist á áttunda áratugnum – og í raun fyrsti ferðamannastaður Kanaríeyja. Þar opnaði elsta starfandi hótel eyjunnar árið 1888, og m.a. dvaldi Agatha Christie þar um tíma og skrifaði nokkrar af bókum sínum.

Puerto de la Cruz er sjarmerandi bær með fallegum gömlum byggingum og líflegri stemningu. Við göngum frá öðrum enda bæjarins yfir á aðaltorgið (um 30 mínútna ganga) og njótum útsýnis, bananaplantekra og fallegs sundlaugarðs á leiðinni.

Að lokum höldum við aftur suður á ferðamannasvæðið, lokum hringnum og keyrum m.a. fram hjá norðurflugvellinum Los Rodeos, sem á sér áhugaverða sögu, og hinni gömlu höfuðborg La Laguna.
Ferðin tekur um 9 klukkustundir, en gæti orðið allt að 10 klukkustundir með stoppum og hádegismat.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Norðrið

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

Grunnverð er 550€ (Bíll/Rúta og gæd)

Svo verð ferðarinnar.

 

Fjöldi í ferð = 550 + 110€

Fjöldi í ferð 2 -550€ + 220€ 

Við getum farið með 30 manns í þessa hringferð. 

Takk fyrir þið munuð heyra frá okkur á næstu dögum.

Norðrið

9 kls - 110€

bottom of page