top of page
Neðansjávar upplifun í Kafbát

Athugið kafbáturinn er er að fara í slipp 13.maí - 25.maí 2024.

(ekki hægt að bóka siglingu á tímabilinu 13.05 - 25.05.24)

 

Stígðu um borð í einn fullkomnasta ferðamannakafbát í heimi.  Kafaðu niður á 30 metra dýpi  og upplifðu heillandi neðansjávarheim.

 

Þessi rúmgóði kafbátur tekur 44 farþega í sæti, er með fullkomu loftræstikerfi sem viðheldur eðlilegum loftþrýting.  Er með 22 stóra útsýnisglugga svo allir geta skoðað neðansjávar lífið  og hin dularfullu skipsflökin sem liggja á hafsbotninum.

 

Leiðsögn fer fram á ensku um  þau undur sem fyrir augu ber og í sjónvarpsskjám sérðu áhugaverðar upplýsingar, þar á meðal dýpt og sjávarhita. Kafbáturinn mun sitja á hafsbotni og gefa farþegum ótrúlegt tækifæri til að taka myndir með skipstjórnunum okkar í stjórnklefanum.

 

Einstök, ógleymanleg og fræðandi neðansjávarupplifun fyrir alla fjölskylduna!

Eftir köfunina færðu þitt eigið persónulega köfunarskírteini .

 

Athugið að bóka þarf með fyrirvara um framboð (5 daga). Til að athuga bókunarstöðu með stuttum fyrirvara er hægt að senda okkur fyrirspurn á emali eða í skilaboðum (takkinn neðst í hægra horninu).

 

Lengd:

60 mín á sjó

 

Aldurstakmark:

+2 ára

 

Hvað er innifalið?

"Pick-up" (Los cristianos, Playa De Las Americas, Los Gigantes)

 

Eftir bókun munuð þið fá sendan Voucher (aðgöngumiða) og frekari upplýsingar um "pick-up" tíma og stað. Athugið að afgreiðsla fer fram á skrifstofutíma.  Ef bókað er eftir klukkan 16:00 verður miðinn ekki sendur fyrr en eftir klukkan 10:00 daginn eftir.

Neðansjávar upplifun í Kafbát

Según las reseñas, la calificación es de 0.0 de 5 estrellas
57,00 €Precio
Impuesto excluido
  • Fyrirvari

    Því miður eru kerfin hérna á Tenerife ekki alltaf eins fullkominn og við eigum að venjast heima og tvíbókanir geta komið upp.  En athugið að ef upp kemur sú staða að bókuð þjónusta er tvíbókuð, fellur niður eða fer ekki fram af öðrum ástæðum endurgreiðum við öllum 100%, bjóðum aðra dagsetingar eða sambærilega þjónustu.

  • Afbókunarskilmálar

    Afbókunar frestur er 7 dagar fyrir bókaðan dagsetningu með 100% endurgreiðslu.

  • Fyrirspurn

    Til að athuga bókunarstöðu með stuttum fyrirvara er hægt að senda okkur fyrirspurn á emali eða í skilaboðum (takkinn neðst í hægra horninu).

No hay reseñas todavíaComparte tu opinión. Deja la primera reseña.