top of page
shutterstock_2413145493.jpg

Roque del Conde

Fjallganga með mögnuðu útsýni

Roque del Conde

  • Dagsetning: Alla Fimmtudaga (ferðin verður í sumarfríi í Júlí ) 

  • Tími: 09:00 - 14:00

  • Vegalengd: 7 km

  • Göngutími: 3 - 3,5 kls.

  • Heildar tími ferðar:  5 kls

  • Hækkun: 600m

  • Erfiðleikastig +3:   Erfið ferð, hentar einungis fólki sem er í þokkalegu formi og hefur einhverja reynslu af fjallgöngum.

  • lágmarks Fjöldi: 4 manns (upplýsingar)

  • Verð: 

    • Fullorðnir:  60€

    • Börn 6-12 ára: 30€)

Muna! Að taka með nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm með góðum gripi.

Innifalið:

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Roque Del Conde 

5 kls - 60€

IMG_8325.jpg

Biðlisti / Aukaferð

Ef það er fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með. Ef nægur fjöldi næst á biðlista setjum við upp aukaferð. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skrá mig á biðlista

Lýsing á ferð:

Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin til Arona, þar sem gangan byrjar í um 630 metra hæð. Þaðan er gengið á fjallið, við göngum þessa hækkun á okkar hraða og förum ekki hraðar en hægasti aðili.  Þegar við komum upp á hrygginn í um 800m hæð þá birtist okkur magnað útsýni yfir alla suðurströndina.  Þar stoppum aðeins til að fá okkur vatn og ná andanum áður en við leggjum af stað á toppinn.  Þaðan er á köflum brött og grýtt leið upp á topp og miklvægt er að vera á skó með góðu gripi.  Þegar við komum upp á topp á Roque del Conde (1004 metra) njótum við stórkostlegs útsýnis, fáum okkur nesti og tökum fullt af myndum (Hér er hægt að ná mögnuðum myndum).

Gangan er 7 km og hækkun er 600m tekur sjálf gangan um 3. til 3,5. klukkustundir. Ferðin í heild er um 4-5. klukkustundir.

Muna að taka með Taka nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm (með góðu gripi)!

INNIFALIÐ Íslenskur fararstjóri Fararskjóti til og frá hóteli

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði. 

bottom of page