top of page
IMG_5035.JPG

Santiago Del Teide Til Masca

Skemmtileg ganga með MÖGNUÐU útsýni

Gönguferð frá Santiago Del Teide Til Masca

  • Dagsetning: Alla Mánudaga  

  • ​Tími: 09:00 - 16:00

  • Vegalengd: 10 km

  • Göngutími: 3,5 - 4 kls.

  • Heildar tími ferðar:  7 kls

  • Erfiðleikastig:   Hófleg ferð, nauðsynlegt að fólk sé sæmilega á sig komið líkamlega og hafi einhverja reynslu af gönguferðum.

  • Verð: 

    • Fullorðnir: 70€

    • Börn 6-12 ára: 40€

Muna! Að taka með nóg af vökva, eitthvað snarl, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm.

Innifalið:

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Gönguferð

7 kls - 70€

Íslenskur Fararstjóri

Keyrsla
70 km

Göngutími
3,5 -4 kls

Hækkun
300m

Ganga
10 km

Erfiðleikastig

Lýsing á ferð:

Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin upp til Santiago del Teide, þar sem gangan byrjar í um 930 metra hæð. Gengið er upp í Teno fjöllin og er hækkunin sem er um 300 metrar, er nánast öll fyrstu 2 km. Þá blasir við magnað útsýni yfir Teno fjallgarðinn og Masca dalinn. Ef aðstæður leyfa er möguleiki á að fara á toppinn á Pico Verde sem er um 80 metra hækkun í viðbót og ekki er útsýnið verra þaðan. Síðan göngum við niður fjallhrygginn í áttina að Masca þorpinu þar sem gangan endar. Við verðum svo sótt kl 16:00 í þorpið. 

Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 10 km og tekur sjálf gangan um 3,5 til 4 klukkustundir. Ferðin í heild er um 7 klukkustundir.

Muna að taka með taka nóg af vökva, eitthvað snarl, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm!

 

INNIFALIÐ Íslenskur fararstjóri Fararskjóti til og frá hóteli

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Ganga Einkaferð

Viltu fá þessa ferð sem einkaferð?
Bókaðu ferðina sem einkaferð fyrir hóp eða fjölskyldu. Einkaferðir er mjög góður kostur sem veitir meira fresli og möguleikan á að  aðlaga ferðina að óskum.

Verðskrá 

 

Fjöldi í ferð = 450€ 

Fjöldi í ferð 2-3  = 190€ per mann

Fjöldi í ferð 4-7 = 140€ per mann

Fjöldi í ferð 8-18  = 100€ per mann

Fjöldi í ferð +19  = 80€ per mann

Takk fyrir!  Við munum hafa samband...

Masca Gangan

bottom of page