Santiago Del Teide Til Masca

Skemmtileg ganga með MÖGNUÐU útsýni

Gönguferð frá Santiago Del Teide Til Masca

  • Dagsetning: Alla Mánudaga

  • ​Tími: 10:00 - 17:00

  • Vegalengd: 10 km

  • Göngutími: 3,5 - 4 kls.

  • Heildar tími ferðar:  7 kls

  • Erfiðleikastig:   Hófleg ferð, nauðsynlegt að fólk sé sæmilega á sig komið líkamlega og hafi einhverja reynslu af gönguferðum.

  • Verð: 70€ (6-12 ára 40€)

Muna! Að taka með nóg af vökva, eitthvað snarl, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm.

Innifalið:

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Gönguferð

7 kls - 70€

​Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára) 

 
Screenshot 2020-01-23 at 21.25.11.png

Biðlisti / aukaferð

Ef það er orðið fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með í ferðina, eða jafnvel munumvið bæta við aukaferð ef nógur fjöldi næst. Fyrstu kemur fyrstur fær reglan.

Lýsing á ferð:

Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin upp til Santiago del Teide, þar sem gangan byrjar í um 930 metra hæð. Gengið er upp í Teno fjöllin og er hækkunin sem er um 300 metrar, er nánast öll fyrstu 2 km. Þá blasir við magnað útsýni yfir Teno fjallgarðinn og Masca dalinn. Ef aðstæður leyfa er möguleiki á að fara á toppinn á Pico Verde sem er um 80 metra hækkun í viðbót og ekki er útsýnið verra þaðan. Síðan göngum við niður fjallhrygginn í áttina að Masca þorpinu þar sem gangan endar. Við verðum svo sótt kl 16:00 í þorpið. 

Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 10 km og tekur sjálf gangan um 3,5 til 4 klukkustundir. Ferðin í heild er um 7 klukkustundir.

Muna að taka með taka nóg af vökva, eitthvað snarl, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm!

 

INNIFALIÐ Íslenskur fararstjóri Fararskjóti til og frá hóteli

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Gönguferð frá Santiago Del Teide Til Masca

7 kls - 70€

​Athugið gera þarf sér bókun fyrir börn (6-12 ára)