SANTIAGO DEL TEIDE TIL MASCA

Teide
Hálfsdagsferð upp á hæsta fjall Spánar – El Teide 🌋
Teide
-
Dagsetning: Fimmtudagar
-
Tími: 09:00 - 14:00
-
Heildar tími ferðar: 5 kls
-
Verð:
-
Fullorðnir: 90€
-
6-12 ára 60€
-
0-5 ára frítt
-
Innifalið:
-
Íslenskur fararstjóri
-
Fararskjóti til og frá hóteli
-
Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farin)
Teide
5 klst - 90€
Fararstjóri
Drykkir
Íslenska
Rúta
Hálfsdagsferð upp á hæsta fjall Spánar – El Teide 🌋
Við leggjum í hálfsdagsferð upp í El Teide, hæsta fjall Spánar, þar sem við förum í gegnum sex mismunandi gróðurbelti sem prýða eyjuna.
Fyrsta stopp er í þorpinu Arona, þar sem við heimsækjum Aloe Vera-búgarð og fáum stutta kynningu á þessari mögnuðu plöntu — sem er í raun ekki kaktus, heldur „grænmeti“. Þar kynnumst við einnig vörum sem unnar eru úr plöntunni og notaðar eru bæði til fegrunar og lækninga.
Þá heldur förin áfram upp í fjöllin, fram hjá bænum Vilaflor, einu hæsta byggða bóli Spánar (í um 1.600 metra hæð). Við stoppum þar við eitt elsta tré eyjarinnar, hið stórbrotna Pino Gordo – um 800 ára gamalt kanarískt furutré og eitt hæsta tré Spánar, nær 50 metra hátt. Þar fá allir að „faðma tréð“ – því bolurinn er um 10 metrar í ummáli!
Við höldum áfram upp í Teide-þjóðgarðinn, þar sem við stöðvum við „Drottningarskóginn“ og García-klettana – stórbrotna náttúruperlu þar sem Clint Eastwood tók upp hluta nokkurra spaghetti-vestra. Þarna, í um 2.200 metra hæð, gefst einnig tækifæri til að skoða ferðamannamiðstöð þjóðgarðsins, sem er vel þess virði að heimsækja.
Að lokum förum við innar í þjóðgarðinn, snæðum hádegismat og njótum útsýnisins áður en við höldum til baka í gegnum þorpið Chío og niður á ferðamannasvæðið.