Tenerife 202
-
Dagsetning: Miðvikudaga
-
Tími: 09:00 - 18:00
-
Heildar tími ferðar: 9 kls
-
Verð:
-
Fullorðnir: 90€
-
6-12 ára 60€
-
0-5 ára frítt
-
-
Gangan í ferðinni: +/-7 km
Innifalið:
-
Veitingar
-
Íslenskur fararstjóri
-
Fararskjóti til og frá hóteli
-
Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farin)
Tenerife 202
9 klst - 90€
Fararstjóri
Drykkir
Íslenska
Rúta
Hádegismatur
Lýsing á ferð:
Fyrsta stopp er höfuðborgin Santa Cruz de Tenerife. Við keyrum sem leið liggur að markaðnum og tökum til við að skoða hann, stoppum þar í um hálftíma. Í framhaldi að því þá höldum við í átt að kirkjunni, Iglesia de la Consepsion, sem hefur að geyma hinn heilaga kross, Santa Cruz, sem kom á land 1494. Kíkjum örlítinn hring í miðbænum og fáum smá innsýn inn í borigna sjálfa.
Því næst keyrum við sem leið liggur til Puerto de la Cruz á norður Tenerife sem var aðal ferðamannastaðurinn áður en suðrið opnaði fyrir ferðamenn á áttunda áratugnum. Dámsamleg borg með margar fallegar byggingar frá 16. , 17., og 18. öldinni. Yndislegt að ganga þar um og virða fyrir sér byggingarnar og stemninguna í borginni.
Við höldum svo í hádegismatinn um kl 14:00 Monistario í úthverfi Puerto de la Cruz. Léttur hédgisverður að hætti heimamanna í dásamlegu umhverfi.
Að lokum höldum við svo í þjóðgarðinn og virðum fyrir okkur það náttúruundur. Sjáum Teide í návígi og skoðum sömuleiðis Garcia klettana. Algjörlega magnað að skoða þetta umhverfi.
Að því loknu höldum við til baka í gegnum Chio og mjökum okkur í átt að hótelunum okkar.
Þessi ferð tekur um 9 klst og stundum allt að 10 klst. Ath að við göngum um 9000 - 10000 skref í ferðinni.
ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).