top of page

SANTIAGO DEL TEIDE TIL MASCA

Image by Maria Bobrova

Tenerife 202

Ný hringferð með nýjum stoppum, meiri innsýn inn í sögu og menningu Tenerife. Framhald af Tenerife 101 vinsælu hringferðinni okkar.

Tenerife 202 

 • Dagsetning: Miðvikudaga

 • ​Tími: 09:00 - 18:00

 • Heildar tími ferðar: 9 kls

 • Verð:

  • Fullorðnir: 85€

  • 6-12 ára 60€

  • 0-5 ára frítt

 • Gangan í ferðinni:  +/-4 km 

Innifalið:

 • Veitingar

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

 • Lámarks þátttaka er í þessa ferð (lágmark 10 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farin)

Tenerife 202 

8 kls - 90€

Skrá á biðlista
Screenshot 2023-09-26 at 17.20.33.png
101

Fararstjóri

Drykkir

​Íslenska

Rúta

Hádegismatur

Lýsing á ferð:

Keyrum upp í þjóðgarðinn og stoppum þar við Garcia klettana og virðum fyrir okkur umhverfið í þessum mest sótta þjóðgarði í evrópu. 

Við höldum svo sem leið liggur í norður og keyrum úr þjóðgarðinum ofan við Orotava bæinn. Á leiðinni niður sjáum við þá gríðarlegu eyðileggingu á gróðrinum sem varð í skógareldunum í sumar.  


Við keyrum sem leið liggur til Puerto de la Cruz á norður Tenerife sem var aðal ferðamannastaðurinn áður en suðrið opnaði fyrir ferðamenn 1973. Dámsamleg borg með margar fallegar byggingar frá 16. , 17., og 18. öldinni. Yndislegt að ganga þar um og virða fyrir sér byggingarnar og stemninguna í borginni. Þar komum við til með að snæða hádegisverð og njóta Puerto de la Cruz í leiðinni. 

Næsta stopp er Santa Cruz, höfuðborg Tenerife. Við keyrum sem leið liggur að Plaza de Espana og tökum til við að ganga um borgina. Í þessu stoppi göngum við um 4 km. Kíkjum á markaðinn, Senora de Africa sem er einn elsti markaður Tenerife, og virðum fyrir okkur allt það sem þar er í boði, framandi ávextir, ferskt krydd, geggjaðir ostar, vín, olíur, handverk og margt fleira 


Við göngum svo í gamla bæinn og skoðum eina fallegustu kirkju Tenerife sem hefur að geyma krossinn, Santa Cruz(hinn heilagi kross) sem kom til eyjunnar 1494 með nýlenduherranum Alfonso Fernando de Luga. 
Við endum svo gönguna um Santa Cruz við Plaza Espana þar sem rútan mun bíða okkar. Við tekur svo akstur til baka að hótelunum okkar. 
Þessi ferð tekur um 9 klst. 

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Tenerife 202 

8 kls - 90€

bottom of page