top of page
Image by Dave Lastovskiy

Tipsý á Tene

Etum og drekkum í gamla bænum

Tipsý á Tene

  • Dagsetning: Þriðjudagar

  • ​Tími: 15:00 - 18:00

  • Heildar tími ferðar: 3 klst (ishh..)

  • Verð:  85€

Innifalið:

  • Smá réttir

  • Drykkir

  • Íslenskur fararstjóri

Athugið:

  • 18 ára aldurstakmark

  • Lámarks þáttaka er í þessa ferð (lágmark 6 þurfa að vera skráðir til þess að ferðin verði farinn).

Tipsý á Tene

3 klst. - 85€

Skrá á biðlista
Screenshot 2023-09-26 at 17.10.56.png

Fararstjóri

Drykkir

​Íslenska

Smáréttir

Tipsý á Tene

Alla þriðjudaga hittumst á skrifstofu Tenerife Ferða kl 15:00 og fáum okkur einn eða tvo drykki. Bjór, rautt, rósa eða hvítvín. 


Eftir að hópurinn hefur hist og fengið sér drukk, þá höldum við gangandi inn í Los Cristianos. Heildar vegalengdin er 2.7 km sem við göngum í þessari ferð. 


Við höldum sem leið liggur á Jamon y Mojo sem er ekta spænskur skinku staður. Þar fáum við að smakka á þremur tegundum af skinku og tveimur tegundum af ostum ásamt tveimur tegundum af rauðvíni. Við fáum fræðslu um skinkurnar sem eru í boði á þessum sælkera stað og dveljum þar í ca 30 mín. 


Næsta stopp er Tapas staður, jaleo,  sem notar eingöngu afurður frá þeim sjálfum. Eigendurnir eru með fincu í Granadilla þar sem öll þeirra ræktun fer fram. Eru meira að segja með sitt eigið kjúklingabú þar sem hænurnar fá að vera frjálsar úti. Við fáum að smakka þrjá tapas rétti og fáum einn drykk þar sem hægt verður að velja á milli þess að fá bjór, rautt eða hvítvín. Kynnumst þarna dæmigerðum tapas réttum að hætti heimamanna. 


Því næst göngum við gegnum göngugötunnar í gamla miðbænum og höldum sem leið liggur að ísbúð þar sem við fáum okkur ís (ís er ekki nammi). Ísinn er gerður á staðnum og ekki með neinum ónáttúrulegum efnum. Algjörlega geggjaður ís :-)

 

Eftir ís stoppið þá höldum við á stað sem heitir Habibi og er Líbanskur staður, þar förum við í nokkra smakk rétti og fáum að kynnast þeirra stemmningu. Auðvitað eru drykkir bornir fram með matnum á Habibi. Þetta er rótgróinn staður í San Telmo kjarnanum í Los Cristianos. Eiginlega á mörkum Las Americas og Los Cristianos. 

 

Að því loknum sleppum við ykkur lausum söddum og sælum með von um að þið hafið kynnst Los Cristianos aðeins betur. 

 

Innifalið í ferðinni: 

Drykkir og matur í hverju stoppi

Íslenskur fararstjóri

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera 6 skráðir þátttakendur til að af þessari ferð verði.

Tipsý á Tene

3 kls - 85€

bottom of page