top of page

Matur í hellunum

Þessi ferð er fyrir þá sem vilja kynnast góðum Kanarískum mat og góðum vínum sem eru sér framleidd fyrir þennan stað

Upplifun í Tres Roques hellunum

  • Dagsetning: Alla fimmtudaga

  • Tími: 16:30 - 21:30

  • Heildar tími ferðar: 5 kls

 

Verð:

  • Fullorðnir: 130€

Innifalið:

  • Veitingar (matur og drykkir)

  • Íslenskur fararstjóri

  • Fararskjóti til og frá hóteli

Upplifun í Tres Roques

5 kls - 130€

El Chinyero
Screenshot 2020-03-05 at 14.38.09.png

Þetta er ferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. 

Við förum upp til fjalla á einn af skemmtilegri veitingastöðum eyjarinnar í rúmlega 1000 metra hæð.  Við byrjum á því að rölta aðeins um svæðið þar sem farastjóri fer yfir dásemdir fincunnar og fáum að smakka á ostum og víni. Allt sem er ræktað þarna(krydd, ávextir, kartöflur og laukar) er notað í margerðinni þeirra og það kemur glögglega í ljós í ferskleika matarins hjá þeim.

Við fáum fimm rétti sem eru ekta Canario þar sem er notast við hágæða hráefni og framreitt að hætti hússins. Ekta sveitó og skemmtileg stemmning í fjallinu. Við gæðum okkur líka á sér framleiddum vínum fyrir staðinn. Vínin eru gerð úr Listan Negro og Listan Blanco berjum. Við fáum tvær týpur af hvítvíni, þurrt og sætt og svo rauðvínið sem er sérstaklega gert fyrir Tres Roques staðinn. Hlutlaus og góð vín sem eru borin fram. 

Þegar sólsetrið skellur á er tilvalið að ganga út að útsýnis pallinum og njóta útsýnisins yfir suðrið úr 1000 metra hæð. Algjörlega magnað útsýni yfir ferðamannasvæðið og auðvitað tindana þrjá, Tres Roques. Eins og annarsstaðar í veröldinni er ekki alltaf tryggt að það séu topp skilyrði og útsýnið þá minna en auðvitað er það lang oftast gott.

Einstök upplifun í fjöllunum á Tenerife.

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Upplifun í  Tres Roques

5 kls - 130€