top of page
IMG_8717 2.JPG

Las Vegas

Gönguferð um eitt elsta vatnsveitukerfi eyjarinnar

Las Vegas

 • Dagsetning: Fimmtudagar

 • ​Tími: 09:00 - 15:00

 • Vegalengd: 8 km

 • Göngutími: 2,5 - 3 kls.

 • Heildar tími ferðar:  5 kls

 • Erfiðleikastig 2:   Hófleg ferð, nauðsynlegt að fólk sé sæmilega á sig komið líkamlega og hafi einhverja reynslu af gönguferðum.

 • Fjöld lágmark: 4 manns (upplýsingar)

 • Verð:

  • Fullorðnir: 70€

  • Börn 6-12 ára: 40€

Muna! Að taka með nóg af vatni, höfuðfat, sólarvörn og klæðast viðeigandi skóm.

Innifalið:

 • Íslenskur fararstjóri

 • Fararskjóti til og frá hóteli

Gönguferð

5 kls - 70€

Las Vegas
Screenshot 2022-02-07 at 19.21.47.png

Biðlisti / aukaferð

Ef það er orðið fullbókað í ferðina getur þú nú skráð þig á biðlista. Ef pláss losnar munum við hingja í þig og bjóða þér að koma með í ferðina, eða jafnvel munumvið bæta við aukaferð ef nógur fjöldi næst. Fyrstu kemur fyrstur fær reglan.

Skrá mig á biðlista

Lýsing á ferð:
Þið verðið sótt á hótelið og þaðan er ferðinni heitið til austurs og upp til fjalla í 700 metra hæð til þorpsins Las Vegas þar sem gangan byrjar.

Frá Las Vegas er gengið upp í hæðirnar sem tilheyra Abona sveitarfélaginu. Þarna var töluverður vatnsbúskapur á öldum áður hjá spánverjum og í rauninni er Las Vegas eitt fyrsta þorpið sem reis eftir komu þeirra til Tenerife.  Skemmtileg ganga í fjallshlíðunum, þar sem gengið er um göngustíga á suðaustur hluta Tenerife, gangan er 8 km og hentar flestum. Það er gengið í fjallshlíðum Abona og nemur hækkun um 280 metrum, en þetta er ekki erfið ganga sem slík. Mælum með að vera í góðum strigaskóm. 
 

Mjög skemmtileg leið um fallegt landsvæði og með útsýni yfir austurhluta Tenerife með byrjun og enda í þorpinu Las Vegas.

Muna að taka með nóg af vatni. Höfuðfat. Sólarvörn. Klæðast viðeigandi skóm!

ATH: Við sækjum og skilum á Hótel í Los Cristianos, Las Americas og Adeje (þó ekki vestur af La Caleta).

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði.  Hér fyrir neða getið þið séð bókunarstöðun í raun tíma á hverri ferð.  Athugið að hámarkið í þessa ferð er 8 svo til að sjá hvað það eru margir bókaðir, dragið 8 frá tölunni. 

Athugið að í þessa ferð er fjölda lágmark, það þurfa að lágmarki vera fjórir skráðir þáttakendur til að af þessari ferð verði.  Hér fyrir neða getið þið séð bókunarstöðun í raun tíma á hverri ferð.  Athugið að hámarkið í þessa ferð er 8 svo til að sjá hvað það eru margir bókaðir, dragið 8 frá tölunni (spots availble). 

Athugið að velja alltaf fimmtudaga til að sjá ferðina (THU).

Lámark

Dagskrá

Dec 11 - Dec 17

S

11

M

12

T

13

W

14

T

15

F

16

S

17

Las Vegas

5 kls - 70€

bottom of page